top of page

Barnalög fyrir börn á aldrinum 2-4 ára



Í þessum flokk eru lög fyrir börn á aldrinum 2-4 ára sem að nýta má í starfi og leik.


Það búa litlir dvergar í björtum dal

á bak við fjöllin háu í skógarsal.

Byggðu hlýja bæinn sinn,

brosir þangað sólin inn.

Fellin enduróma allt þeirra tal.





Það var eitt sinn Könguló sem hafði átta fætur.

Því þurfti hún að fara snemma á átta fætur og

fara í skóna og reima skóna á átta fætur.

Hún taldi 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 fætur.

Tralla lalla hummm tralla lalla.





Ég heiti Klói Kattarskrækur

í kofa stórum ég bý.

Um stræti læðist léttur, sprækur

Og læt fólk kenna á því.

Ég skelfi hér alla: búmm, búmm!

Konur og karla: mjááá...

Duruddu duddu...

hvissss




Könguló, könguló,

bentu mér á berjamó!

Könguló, könguló,

bentu mér á berjamó!

Fyrir bláa berjaþúfu

skal ég gefa þér gull í skó

húfu græna, skarlats skikjum

skúf úr silki og dilli dó.




Krummi situr á kvíavegg,

kroppar hann á sér tærnar.

Engan skal hann matinn fá

fyrr en hann finnur ærnar.

Og tólf vantar ærnar

og tólf vantar ærnar.

Engan skal hann matinn fá

fyrr en hann finnur ærnar.




Krummi svaf í klettagjá,

kaldri vetrarnóttu á,

verður margt að meini

verður margt að meini.


Fyrr en dagur fagur rann,

freðið nefið dregur hann

undan stórum steini

undan stórum steini




Þar er gott að vera sem gleðin býr,

þar sem gerast sögur og ævintýr,

svona er veröldin okkar

sem laðar og lokkar

svo ljúf og hýr,

lítill heimur, ljúfur, hýr,

lítill heimur, ljúfur, hýr,

lítill heimur, ljúfur hýr

eins og ævintýr.




Ég er mús eins og allir sjá,

lík er pabba og mömmu sem ég á,

ostur er besta sem ég veit,

enda er ég soldið feit,

svona er að vera mús,

og kunna ekki að drekka úr krús,

en mig langar svo oft í djús.


Ég heiti Mýsla Tísla Tásla Túsla,

Mýsla Tísla Tásla Túsla,

Mýsla Tísla Tásla Túsla.

Þetta heiti ég.




Sá ég spóa suð'r í flóa,

syngur lóa út í móa.

Bí, bí, bí, bí.

Vorið er komið víst á ný.




Sólin skín og skellihlær,

við skulum syngja lag.

Vetur kaldur var í gær,

en vorið kom í dag.


Fallerí, fallera,

fallerí, fallera-ha-ha-ha-ha-ha,

fallerí fallera,

en vorið kom í dag.





bottom of page