top of page

Barnalög fyrir börn á aldrinum 1 - 2 ára



Barnalög sem er gott að æfa með börnum á fyrstu stigum leikskólans og má nýta sér í starfi og leik. Fyrir yngstu börnin á leikskólanum er best að kynna þau fyrir tónlist sem eru með hreyfingum og auðveldum textum.




Afi minn og amma mín

úti á Bakka búa,

þau eru bæði þæg og fín,

þangað vil ég fljúga.



Allir hafa eitthvað til að ganga á.

Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.


Fíllinn hefur feitar tær,

ljónið hefur loppur tvær,

músin hefur margar smáar,

en ormurinn hefur ansi fáar.


Allir hafa eitthvað til að ganga á.

Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Fiskurinn hefur fína ugga,

flóðhesturinn engan skugga

krókódíllinn kjaftinn ljóta,

sá er nú klár að láta sig fljóta.


Allir hafa eitthvað til að ganga á.

Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.


Á vængjunum fljúga fuglarnir,

á fótunum ganga trúðarnir,

á hnúum hendast aparnir,

á rassinum leppalúðarnir.


Allir hafa eitthvað til að ganga á.

Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.




Hjólin á strætó snúast hring, hring,hring,

hring hring hring, hring hring hring.

Hjólin á strætó snúast hring hring hring.

Út um allan bæinn.



Hver var að hlæja, þegar ég kom inn,

kannski það hafi verið kötturinn.

Jæja, nú jæja, látum hann hlæja,

kannski hann hlæi ekki í annað sinn.




Kalli litli kónguló klifraði upp á vegg

þá kom rigning og Kalli litli féll.

Svo kom sólin og þerraði hans kropp,

og Kalli litli kónguló klifraði upp á topp.

smá spil

alli litli kónguló klifraði upp á vegg

þá kom rigning og Kalli litli féll.

Svo kom sólin og þerraði hans kropp,

og Kalli litli kónguló klifraði upp á topp.





Allir krakkar, allir krakkar

eru í skessuleik.

Má ég ekki mamma

með í leikinn þramma?

Mig langar svo, mig langar svo

að lyfta mér á kreik.




Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.

Hún hringdi og sagði lækni að

koma fljótt, fljótt, fljótt.

Læknirinn kom með sína tösku og sinn hatt.

Hann bankaði á hurðina ratatatatatt.


Hann skoðaði dúkkuna og hristi haus.

Hún strax skal í rúmið og ekkert raus.

Hann skrifaði á blað hvaða pillu hún skildi fá.

Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.




Ég fór í dýragarð í gær,

og gettu hvað ég sá: f-f-ffílinn

þar ég sá.

Ég fór í dýragarð í gær

og gettu hvað ég sá:t-t-ttígrísdýr

ég sá!

Ég fór í dýragarð í gær,

og gettu hvað ég sá k-k-kengúru

ég sá!




Bangsi lúrir, bangsi lúrir

bæli sínu í.

Hann er stundum stúrinn,

styrfinn eftir lúrinn.

Að hann sofi, að hann sofi

enginn treystir því.



Það er ókeypis að b r o s a

Það er ókeypis að b r o s a

Það er ókeypis að b r o s a

að b r o s a - B R O S A



Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,

ding, dong, sagði lítill grænn froskur.

Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,

og svo líka ding, dong - dojojojojong!

(Blikka augunum til skiptis)


Drippedí-dripp, droppedí-dropp

drippedí, drippedí, droppedí-dropp.

Drippedí-dripp, droppedí-dropp,

droppedó,drippedí-dropp.



Rigning hér og rigning þar,

já, rigningin er alls staðar

en sama er mér og sama er þér,

við sullum og bullum hér.






Ég ætla að syngja

Ég ætla að syngja

Ég ætla að syngja lítið lag.

Hérna eru augun,

hérna eru eyrun,

hérna er nebbinn minn

og munnurinn.




Fimm litlir apar sátu uppi‘ í tré,

þeir voru‘ að stríða krókódíl

Þú nærð ekki mér!

Þá kom hann herra Krókódíll

svo hægt og rólega og...amm!



Fimm ungar syntu langt í burt‘,

mamma þeirra vissi ekki hvurt.

Hún kvakaði hátt, bra, bra, bra, bra

En bara fjórir ungar heyrðu það.



Gamli Nói, gamli Nói

keyrir kassabíl.

Hann kann ekki að stýra,

brýtur alla gíra.

Gamli Nói, gamli Nói

keyrir kassabíl.



Í leikskóla er gaman,

þar leika allir saman.

Leika úti og inni

og allir eru með.




Sólin er risin, sumar í blænum

sveitin að klæðast úr feldinum grænum

ómar allt lífið af yndi og söng

unaðs björtu dægrin löng




Ef regnið væri eins og bleikt bangsagúmmí

rosalegt fjör væri þá

ég halla mér aftur læt tunguna úr

e,e,e,e,e,e,e

rosalegt fjör væri þá.




Mér er kalt á tánum

ég segi það satt.

Ég er skólaus og skjálfandi

og hef engan hatt.



Krummi krunkar úti,

kallar á nafna sinn.

Ég fann höfuð af hrúti,

hrygg og gæru skinn.

Komdu nú og kroppaður með mér

krummi nafni minn

Komdu nú og kroppaður með mér

krummi nafni minn





Það var einu sinni api

í ofsa góðu skapi.

Hann vildi ekki grautinn

en fékk sér banana.

Bananana, (smell, smell),

bananana, (smell, smell).

Bananana, bananana, bananana

(smell, smell)




Þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.

Vísifingur, vísifingur, hvar ert þú? Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn. Langatöng, langatöng, hvar ert þú? Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn. Baugfingur, baugfingur, hvar ert þú? Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn. Litli fingur, litli fingur, hvar ert þú? Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.



Ég heiti Keli káti karl

og kraftajötunn er.

Og þegar ég fer út, út,

hrökkva‘ allir í kút, kút.

Ég heiti Keli káti karl.

Tra-la lalalalalala.



Klappa saman lófunum,

reka féð úr móunum,

tölta‘ á eftir tófunum,

tína egg frá spóunum.




Gulur, rauður, grænn og blár

svartur, hvítur, fjólublár.

Brúnn, bleikur banani,

appelsína talandi.

Gulur, rauður, grænn og blár,

svartur, hvítur, fjólublár.




Langt inn í skóginum

Þar búa ljónin.

Ljónamamma, ljónapabbi

Og litli Ljónsi-Flónsi.

Arr! Sagði ljónamamma.

Arr! Sagði ljónapabbi

En hann litli Ljónsi Flónsi

Sagði bara Mjá.





bottom of page