top of page

Hvernig nýta má síðuna sem kennari yngstu barna

Hvernig getur þú sem kennari eða leiðbeinandi notað þessa heimasíðu í starfinu með börnunum og styrkt þig sem kennara og börnin sem einstaklinga.


Markmiðið með vefnum er að þið sem starfsfólk leikskólanna getið náð í söngtexta með viðeigandi myndum til að búa til söngpoka eða önnur tæki. Með því að búa til söngpokana er vonin sú að söngurinn verði tekinn meira inn í starfið og á markvissann hátt. Börnin fá þá tækifæri til að draga lög úr pokanum og æfa sig í frammistöðu með að standa fyrir framan hópinn og hefja söng á lagi sem þau draga. Börnin geta tengt textann við samsvarandi mynd og eru þá fljótari að þekkja texta og lög. Söng er hægt að nota sem meira en bara afþreyingu og er mikilvægt að við sem kennarar áttum okkur á mikilvægi söngs.


Í rannsóknum á tungumálum og skynjun á tónlist sýna fram á sterka tengslamyndun á milli tónlistarskynjunar og úrvinnslu tungumálsins. En einnig benda þær á það að tungumálasvæðin í heilanum hjálpa okkur í því að vinna í tónlistarsamböndum. Þar er helst að nefna tvö tungumálasamssvæði eða Broca’s svæði sem er tengt við úrvinnslu málfræði fyrir tungumáli og Wernicke svæði sem tengist almennt orðaforða en þau hjálpa okkur að vinna úr tónlist og meira að segja í sumum tilvikum í söngleikjar framkomu. Með því að þróa tónlistarnám barna frá ungra aldri þá er hægt að virkja fleiri taugatengsl milli söngs og tungumáls. Með þróun á þessum tengingum þá mun það hjálpa heilanum að vinna á skilríkan og árangursríkan hátt og gæti með því elft nám og veitt á sama tíma nokkra vitræna kosti í mál- og tónlistarvinnslu. Þegar texti sem lærður er utanbókar er sunginn, þá endar það með því að hann fer í langtíma varðveislu, þegar börnin læra þessa nýju texta utanbókar þá skiptir ekki máli hvort börnin hafi raunverulegan skilning á honum. Það getur reynst börnunum auðveldara að leggja á minnið texta sem er með rímum og/eða laglínum. Sýnt hefur verið fram á það að besta minnis aðferðin til þess að leggja laglínur á minnið er að gera það á talaðan máta frekar en að syngja laglínuna. Sniðugt er að vista textana og myndirnar, prenta efnið út, plasta myndirnar aftan á textana og setja þá tilgerða poka. Þá getur hver deild safnað að sér lögum sem að hentar þeim aldri sem börnin eru á. Þetta ætti því að taka styttri stund en myndi að safna að sér öllum lögunum sjálf og finna viðeigandi myndir.

bottom of page