top of page

Hvernig nýta má síðuna sem foreldri

Hvernig þú getur unnið með heimasíðuna til að ýta undir málörvun barna þinna


Mikilvægt er að tengja saman heimili og skóla, með því að nota vefinn geti þið sem foreldrar lært lögin sem að börnin eru að syngja á leikskólanum. Þá þurfa foreldrar ekki að treysta á að leita af textunum á netinu og geta frekar leitað á þennan vef og sungið með börnunum. Börn heyra mikið af erlendum lögum í útvarpinu og sjónvarpi, með vefnum er markmiðið að foreldrar geti fundið textana á auðveldann hátt. Hægt er að nota vefinn eða prenta út textana og eiga heima við.

Við fyrstu sýn virðist nýfætt barn ekki skynja margt í umhverfinu sínu eða geta unnið úr flóknum vitrænum upplýsingum. Í rannsókn sem gerð var eftir Helgu Rut Guðmundsdóttur á ungabörnum getur afsannað þessa kenningu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að nýburar þekkja sitt móðurmál og rödd móður sinnar frá öðrum kvenröddum.

Tónlist lærist mun fyrr en við gerðum okkur grein fyrir hér áður og ung börn eru af náttúrunnar hendi tónlistar smiðir. Öll börn bera með sér tónlistar hæfileika og getu til að þróa með sér tónlistar gáfu, ekki bara sem neytendur tónlistar heldur einnig sem skaparar og flytjendur. Hvatvísi barna í sköpun tónlistar gerir þau móttækilegri fyrir alls kyns tónlist. Það er þó hlutverk fullorðinna að aðstoða börn með að ná einbeitingu og sjálfsaga í tónlistar kennslu.




bottom of page