top of page

Barnalög fyrir börn á aldrinum 5-6 ára

Lög fyrir börn á aldrinum 5-6 ára sem nýtast bæði í starfi og leik.





Krumminn á skjánum,

kallar hann inn,

gef mér bita af borði þínu,

bóndi minn.

Bóndi svara býsna reiður,

burtu farðu, krummi leiður.

Líst mér að þér lítill heiður,

ljótur ertu á tánum,

Krumminn á skjánum.




Kannastu við köttinn minn?

Hann klókur er en besta skinn.

Hann er stærri en hestur

og stærri en hús.

Já, kötturinn minn heitir krús, krús, krús.

Krúsilíus.




Það má ekki pissa bakvið hurð

og ekki henda grjóti oní skurð

ekki fara í bæinn

og kaupa popp og tyggjó

og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó


Það má ekki vaða út í sjó

og ekki fylla húfuna af snjó

ekki tína blómin

sem eru út í beði

og ekki segja ráddi heldur réði.




Hér skal nú glens og gaman,

við getum spjallað saman.

Gáum hvað þú getur,

vinur gettu hver ég er.


Verðlaun þér ég veiti

ef veistu hvað ég heiti,

vaðir þú í villu

þetta vil ég segja þér.


Hér sérðu Línu langsokk

tralla hopp tralla hei

trallahopp sasa.

Hér sérðu Línu langsokk,

já líttu það er ég.




Ég lonníetturnar lét á nefið

svo lesið gæti ég frá þér bréfið.

Ég las það oft og mér leiddist aldrei

því lifað gæti ég ei án þín.

La la la la la la, ljúfa

La la la la la la, ljúfa.

Ég las það oft og mér leiddist aldrei

því lifað gæti ég ei án þín.





Lóan er komin að kveða burt snjóinn,

að kveða burt leiðindin, það getur hún.

Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,

sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefir sagt mér til syndanna minna,

ég sofi of mikið og vinni ekki hót.

Hún hefir sagt mér að vakna og vinna

og vonglaður taka nú sumrinu mót.




Ó hve létt er þitt skóhljóð

ó hve lengi ég beið þín,

það er vorhret á glugga,

napur vindur sem hvín,

en ég veit eina stjörnu,

eina stjörnu sem skín,

og nú loks ertu komin,

þú ert komin til mín.


Það eru erfiðir tímar,

það er atvinnuþref,

ég hef ekkert að bjóða,

ekki ögn sem ég gef,

nema von mína og líf mitt

hvort ég vaki eða sef,

þetta eitt sem þú gafst mér

það er alt sem ég hef.


En í kvöld lýkur vetri

sérhvers vinnandi manns,

og á morgun skín maísól,

það er maísólin hans,

það er maísólin okkar,

okkar einíngarbands,

fyrir þér ber ég fána

þessa framtíðarlands.




Móðir mín í kví, kví,

kvíddu ekki því, því;

ég skal ljá þér duluna mína

duluna mína að dansa í,

ég skal ljá þér duluna mína

duluna mína að dansa í





Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,

grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.

Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið

biðja þess eins að fá að lifa' eins og við.

Er ekki jörðin fyrir alla?




Nú er úti norðanvindur

nú er hvítur Esjutindur

ef ég ætti úti kindur

myndi ég láta þær allar inn

elsku besti vinurinn.


.::Umbarassa, umbarassa, umbarassassa::.





Fann ég á fjalli fallega steina,

faldi þá alla, vildi þeim leyna.

Huldi þar í hellisskúta heillasteina,

alla mína unaðslegu óskasteina.


Langt er nú síðan leit ég þá steina,

lengur ei man ég óskina neina

er þeir skyldu uppfylla um ævidaga

ekki frá því skýrir þessa litla saga.






Öxar við ána, árdags í ljóma,

upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.

Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,

skundum á Þingvöll og treystum vor heit.

Fram, fram, aldrei að víkja.

Fram, fram, bæði menn og fljóð.

Tengjumst tryggðarböndum,

tökum saman höndum,

stríðum, vinnum vorri þjóð.



Ryksugan á fullu étur alla drullu,

lalalala, lalalala, lalalala.

Skúra skúbb´ og bóna ríf´ af öllum skóna,

lalalala, lalalala, lalalala.



Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.

Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.

Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.

og syngi ekki sitt af hvoru tagi.




Ég er með lausa tönn

Hún ruggar geðveikt mikið

Pabbi vill toga' í mína tönn

En nei, þar dreg ég strikið!


Hún er mín eigin ruggutönn

Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn

Ég vil ekki missa mína ruggutönn

Ruggu-ruggu-ruggutönn




Ég á lítinn skrítinn

skugga,

skömmin er svo líkur mér,

hleypur með mér úti og inni,

alla króka sem ég fer.

Allan daginn lappaléttur

leikur hann sér kringum mig.

Eins og ég hann er á kvöldin

uppgefinn og hvílir sig.

Það er skrítið, ha, ha, ha, ha!

hvað hann getur stækkað skjótt,

ekkert svipað öðrum börnum,

enginn krakki vex svo fljótt.

Stundum eins og hugur hraður

hann í tröll sér getur breytt.

Stundum dregst hann saman, saman,

svo hann verður ekki neitt.



Kannastu við köttinn minn?

Hann klókur er en besta skinn.

Hann er stærri en hestur

og stærri en hús.

Já, kötturinn minn heitir krús, krús, krús.

Krúsilíus.


Hann er gulur og grænn og blár

Galdraköttur í húð og hár.

Og ég veit hvað hann syngur

og víst er það satt

að Krúsilíus, hann á köflóttan hatt.

Krúsilíus.




A og bé, spott og spé,

grísinn galar uppi í tré.

Lítil mús til okkar fús,

kom og byggði hús.


Lamb í baði

borðar súkkulaði.

Hundur jarmar,

galar grísinn hátt.



Sit ég hér á grænni grein

og geri fátt eitt annað

en éta hunang, borða brauð

því bíta allt er bannað.




Dropar detta, stórir hér,

dropar detta, hvað finnst þér?

Dropar detta allt í kring

og dinga linga ling.





Babú, babú brunabíllinn flautar

hvert er hann að fara?

vatn á eldinn sprauta

tss, tss, tss

gerir alla blauta





Mig dreymir um að verða

kafari, geimfari, trommari, amma,

Mig dreymir um að verða

Listakona með stall


Mig langar svo að verða

arkitekt, jútúber, grínisti, lögga

Mig langar svo að verða

Rosa frægur karl


Ég væri stundum til í að vera meiri prakkari

ofurlítið fyndnari og pínu hugrakkari.


Óska þess

að draumar fengju í lífi okkar ögn stærri sess.

En enginn veit hvað verður næst

ég veit það eitt, að draumar geta ræst.


Óóóóóó

Draumar geta ræst

Óóóó


Mig dreymir um að eignast

tígrisdýr, kengúru, systkini, apa,

Mig dreymir um að eignast

pöndu og hákarl


Mig langar svo að fá mér

bókasafn, risahús, nefhring og tattú,

Mig langar svo að fá mér

Gimsteina og skart


Ég vildi að það væri engin stríðni og ekkert stríð

Allir væru vinir, massasáttir alla tíð


Óska þess

að draumar fengju í lífi okkar

ögn stærri sess.

Enginn veit hvað verður næst

ég veit það eitt, að draumar geta ræst.


Óóóóóó

Draumar geta ræst

Óóóó


Rétt upp hönd ef þú vilt skoða heiminn

Ennþá hærr’ ef þú vilt skoða geiminn

Rétt upp hönd ef þú ert stundum feimin/n

Hey ho

Hey hey ho


Rétt upp hönd ef þú vilt eiga heima

Í heimi þar sem er í lag’ að dreyma

Rétt upp hönd ef þú trúir því að draumar geti ræst


Óska þess

að draumar fengju í lífi okkar

ögn stærri sess.

Enginn veit hvað verður næst

ég veit það eitt, að draumar geta ræst.


Óóóóóó

Draumar geta ræst

Óóóó

Já, draumar geta ræst




Við erum dropar

við erum dropar

í einu hafi

í einu hafi.


Við erum laufblöð

við erum laufblöð

á sama trénu

á sama trénu.


Tengjumst böndum

tengjumst böndum

Myndum einingu allra á jörð,

stefnum að því saman, þú og ég.




Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa,

ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa,

ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa,

heyri hárið vaxa,

heyri neglurnar lengjast,

heyri hjartað slá.


Þú finnur það vel, allt færist nær þér,

þú finnur það vel, þú kemur nær mér,

þú finnur það vel, allt fæðist í þér,

andlitin lifna

og húsin dansa

og vindurinn hlær.




I love the flowers, I love the daffodils

I love the mountains, I love the rolling hills

And I love the fireside when the light is low

Boom-di-a-da, Boom-di-a-da, Boom-di-a-da, Boom (x2)



Kanntu brauð að baka?

Já, það kann ég.

Svo úr því verði kaka?

Já, það kann ég.

Ertu nú alveg viss um?

Já, það er ég.

Eða ertu ef til vill að gabba mig?







bottom of page