top of page

Sérstök tilefni



Á jólunum er gleði og gaman

fúm, fúm, fúm

Þá koma allir krakkar með

í kringum jólatréð.

Þá mun ríkja gleði og gaman,

allir hlæja og syngja saman

fúm, fúm, fúm!

Og jólasveinn með sekk á baki

fúm, fúm, fúm

Hann gægist inn um gættina

á góðu krakkana.

Þá mun ríkja gleði..... o.s.frv.


Á jólunum er gleði og gaman

fúm, fúm, fúm

Þá klingja allar klukkur við

og kalla á gleði og frið.

Þá mun ríkja gleði





Adam átti syni sjö,

sjö syni átti Adam.

Adam elskaði alla þá

og allir elskuðu Adam.


Hann sáði, hann sáði,

hann klappaði saman lófunum,

stappaði niður fótunum,

ruggaði sér í lendunum

og snéri sér í hring.



Bráðum koma blessuð jólin

börnin fara að hlakka til.

Allir fá þá eitthvað fallegt

í það minnsta kerti´ og spil.


Hvað það verður veit nú enginn,

vandi er um slíkt að spá.

En eitt er víst að alltaf verður

ákaflega gaman þá.





Ég sá mömmu kyssa jólasvein,

við jólatréð í stofunni í gær.

Ég læddist létt á tá

til að líta gjafir á,

hún hélt ég væri steinsofandi

Stínu dúkku hjá,

og ég sá mömmu kitla jólasvein

og jólasveinnin út um skeggið hlær.

Já sá hefði hlegið með

hann pabbi minn hefð'ann séð

mömmu kyssa jólasvein í gær.



Gefðu mér gott í skóinn

góði jólasveinn í nótt.

Úti þú arkar snjóinn,

inni sef ég vært og rótt.


Góði þú mátt ei gleyma,

glugganum er sef ég hjá.

Dásamlegt er að dreyma

dótið sem ég fæ þér frá.



Gekk ég yfir sjó og land

og hitti þar einn gamlan mann,

spurði hann og sagði svo:

Hvar áttu heima?

Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi,

Klapplandi.

Ég á heima á Klapplandi,

Klapplandinu góða.



Göngum við í kringum einiberjarunn,

einiberjarunn, einiberjarunn.

Göngum við í kringum einiberjarunn,

snemma á mánudagsmorgni.

Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,

þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott,

svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott,

snemma á mánudagsmorgni.


Þriðjud: Vindum okkar þvott

Miðvikud: Hengjum okkar þvott

Fimmtud: Teygjum okkar þvott

Föstud: Straujum okkar þvott

Laugard: Skúrum okkar gólf

Sunnud, snemma: Greiðum okkar hár

Sunnud, seint: Göngum kirkjugólf


Jólasveinar einn og átta,

ofan komu af fjöllunum,

í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,

fundu hann Jón á Völlunum.


Andrés stóð þar utan gátta,

það átti að færa hann tröllunum.

Þá var hringt í Hólakirkju

öllum jólabjöllunum.



Í skóginum stóð kofi einn,

sat við gluggann jólasveinn.

Þá kom lítið héraskinn

sem vildi komast inn.


"Jólasveinn, ég treysti á þig,

veiðimaður skýtur mig!"

Komdu litla héraskinn,

því ég er vinur þinn.



Jólasveinar einn og átta,

ofan komu af fjöllunum,

í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,

fundu hann Jón á Völlunum.


Andrés stóð þar utan gátta,

það átti að færa hann tröllunum.

Þá var hringt í Hólakirkju

öllum jólabjöllunum.



Jólasveinar ganga um gátt

með gildan staf í hendi

móðir þeirra hrýn við hátt

og hýðir þá með vendi


Uppá hól

stend ég og kanna;

níu nóttum fyrir jól

þá kem ég til manna.




Skín í rauðar skotthúfur

skuggalangan daginn,

jólasveinar sækja að

sjást um allan bæinn.

Ljúf í geði leika sér

lítil börn í desember,

inn í frið og ró, út í frost og snjó

því að brátt koma björtu jólin,

bráðum koma jólin.


Uppi á lofti, inni í skáp

eru jólapakkar,

titra öll af tilhlökkun

tindilfættir krakkar.

Komi jólakötturinn

kemst hann ekki í bæinn inn,

inn í frið og ró, út í frost og snjó,

því að brátt koma björtu jólin,

bráðum koma jólin.




Snæfinnur snjókarl

var með snjáðan pípuhatt,

Gekk í gömlum skóm

og með grófum róm

gat hann talað, rétt og hratt.

"Snæfinnur snjókarl!

Bara sniðugt ævintýr,"

segja margir menn,

en við munum enn

hve hann mildur var og hýr.

En galdrar voru geymdir

í gömlu skónum hanns:

Er fékk hann þá á fætur sér

fór hann óðara í dans.

Já, Snæfinnur snjókarl,

hann var snar að lifna við,

og í leik sér brá

æði léttur þá,

-uns hann leit í sólskinið.

Snæfinnur snjókarl

snéri kolli himins til,

og hann sagði um leið:

"Nú er sólin heið

og ég soðna, hér um bil."

Undir sig tók hann

alveg feiknamikið stökk,

og á kolasóp

inn í krakkahóp

karlinn allt í einu hrökk.

Svo hljóp hann einn,

-var ekki seinn-

og alveg niðrá torg,

og með sæg af börnum söng hann lag

bæði í sveit og höfuðborg.

Já, Snæfinnur snjókarl

allt í snatri þetta vann,

því að yfir skein

árdagssólin hrein

og hún var að bræða hann.




Snjókorn falla á allt og alla

börnin leika og skemmta sér

nú er árstíð kærleika og friðar

komið er að jólastund.




Vinir hittast og halda veislur

borða saman jólamat

gefa gjafir - fagna sigri ljóssins

syngja saman jólalag.


Á jólaball við höldum í kvöld

ég ætl'a' kyssa þig undir mistilteini í kvöld

við kertaljóssins log.


Plötur hljóma - söngvar óma

gömlu lögin syngjum hátt

bar' ef jólin væru aðeins lengri

en hve gaman væri þá.


Á jólaball við höldum í kvöld

ég ætl'a' kyssa þig undir mistilteini í kvöld

við kertaljóssins log.

Plötur hljóma - söngvar óma

gömlu lögin syngjum hátt

bar' ef jólin væru aðeins lengri

en hve gaman væri þá.

en hve gaman væri þá,

en hve gaman væri þá.



Við kveikjum einu kerti á,

Hans koma nálgast fer,

sem fyrstu jól í jötu lá

og jesúbarnið er.


Við kveikjum tveimur kertum á

og komu bíðum hans.

Því Drottin sjálfur soninn þá

mun senda í líking manns.


Við kveikjum þremur kertum á

því konungs beðið er,

þótt Jesús sjálfur jötu og strá

á jólum kysi sér.


Við kveikjum fjórum kertum á;

brátt kemur gesturinn

og allar þjóðir þurfa að sjá

að það er frelsarinn.




Hann/hún á afmæli í dag,

hann/hún á afmæli í dag,

hann/hún á afmæli, hann/hún (nafn)

hann/hún á afmæli í dag.




Ó, hangikjöt, ó, hangikjöt,

og rófustappa, grænar baunir, súrhvalur!

Ó hangikjöt, ó, hangikjöt,

og sviðasulta, hrútspungar og harðfiskur!


Og hákarl, og flatbrauð!

Mér finnst svo gott að borða allan þennan mat!

Og hákarl, og flatbrauð!

Mér finnst svo gott að borða allan þennan mat!




Nú er frost á Fróni,

frýs í æðum blóð,

kveður kuldaljóð

Kári í jötunmóð.

Yfir laxalóni

liggur klakaþil,

hlær við hríðarbyl

hamragil.


Mararbára blá

brotnar þung og há

unnarsteinum á,

yggld og grett á brá.

Yfir aflatjóni

æðrast skipstjórinn, harmar hlutinn sinn

hásetinn.




Stóð ég úti í tungsljósi, stóð ég út við skóg,

stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.

Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt,

og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.


Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund,

hornin jóa gullroðnu blika við lund,

eins og þegar álftir af ísa grárri spöng

fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.


Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,

hló að mér og hleypti hestinum á skeið.

Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?

Eða var það feigðin, sem kallaði að mér?



bottom of page